top of page

Frú Laufey - Skaðaminnkun

Um félagið

Frú Laufey félag um skaðaminnkun var formlega stofnað þann 22.maí 2015 og var stofnfundur haldin í sal sem Landspítali bauð uppá í tilefni stofnfundar. Á stofnfundinum mætti meðal annarra hin merka kona Ruth Dreifuss fyrrverandi innanríkisráðherra og forseti Sviss og sendiboði Alþjóðanefndar um stefnuna í fíkniefnamálum. Ásamt henni mættu aðilar allstaðar að í samfélaginu sem hafa vilja til að standa við frekari þróun skaðaminnkunar hér á landi.

 

Aðilar sem stóðu að stofnun félagsins voru fagaðilar sem áður höfðu starfað saman í Frú Ragnheiði - nálaskiptaþjónustu Rauða Krossins. Þessir aðilar áttu það sameiginlegt að hafa áhuga á að láta ennfrekar til sín taka og huga að því að efla skaðaminnkandi þjónustu og þekkingu á Íslandi. Með það í huga að samþætta heilbrigðis- og velferðarkerfið og gera það að verkum að hægt sé að veita heilstæða þjónustu fyrir þá sem verða fyrir skaða vegna vímuefnanotkunar og þurfa á henni að halda. Því var ákveðið að stofna samtök sem sérhæfa sig í málefnum skaðaminnkunar.

 

 

Tilgangur 

- Standa vörð um mannréttindi

-Bæta heilsufar og auka lífsgæði 

-Nýta gagnreyndar aðferðir

-Draga úr skaða fyrir einstaklinga, fjölskyldur og samfélag

-Draga úr kostnaði vegna lifnaðarhátta 

Markmið

- Vinna að framgangi hugmyndafræði skaðaminnkunar á Íslandi

- Innleiða og efla gagnreynd skaðaminnkandi úrræði

- Stuðla að aukinni umræðu og þekkingu um skaðaminnkun í samfélaginu

-Þátttaka í stefnumótandi starfi með ríki og sveitafélögum í málefnum vímuefnaneytenda

-Þýða og útbúa fræðsluefni um skaðaminnkun

-Standa fyrir fræðsluerindum og málþingum um skaðaminnkun

-Vera í samstarfi við alþjóðleg skaðaminnkunarsamtök

 

Hlutverk

-Huga að mannréttindum

-Stuðla að heilsueflingu

-Forvarnir

-Efling á faglegu starfi

-Stuðla að samræðu og samstarfi -Veita ráðgjöf

-Fræðsla

-Rekstur úrræða

Styrktu málefnið

Væntanlegt

Taktu þátt

Væntalegt

  • w-facebook
  • Twitter Clean
  • w-googleplus
  • W-Pinterest

© 2023 by THE HOPE CENTER. Proudly created with Wix.com

bottom of page