top of page

    Skaðaminnkun í stefnumótun

Grunndvallaratriði í hugmyndafræði skaðaminnkunar er að  stefnumótun þjóða í vímuefnamálum innihaldi viðbrögð til þess að draga úr neikvæðum afleiðingum vímuefnanotkunar og áætlun um að gera úrbætur á líkamlegum, félagslegum og efnahagslegum skaða sem neyslan veldur einstaklingum, fjölskyldum og samfélagi. Ályktað er að stefnumótun sem hefur einungis áætlanir um útrýmingu ólöglegra vímuefna og vímuefnalaust samfélag sé óraunsæ og dæmd til að mistakast.

 

Einn helsti tilgangur þess að innihalda stefnu um skaðaminnkun í stefnumótun er að þróa gagnreyndar aðferðir til þess að draga úr skaða löglegra og ólöglegra vímuefna án þess að krefjast bindindis. Því tekur skaðaminnkandi stefna ekki afstöðu til lagalegrar stöðu þeirra heldur þess ólíka skaða sem neysla þeirra getur leitt af sér á hverjum stað. Stuðst er við rannsóknir sem mæla árangur svo hægt sé að byggja upp gagnreynda þekkingu til að draga úr skaða vímuefnaneyslu. Einnig telst mikilvægt að svo að árangri sé náð geti vímuefnaneytendur haft áhrif á þær nálganir sem eru ætlaðar þeim.

 

Markmiðið með þessu er að hafa stefnumótun sem er markviss, heildræn og yfirgripsmikil til að vera sem ákjósanlegust til glíma við þau margvíslegu vandamál sem vímuefnaneysla getur borið í för með sér. Ályktað er að skaðaminnkandi nálganir geti unnið með nálgunum sem snúa að meðferð og bindindi. Með samfellu í þjónustu ættu nálganir um fyrsta stigs forvarnir, skaðaminnkun og meðferð því að geta unnið að besta árangri sem hægt er að ná í vímuefnamálum.

Ethan Nadelmann: Harm Reduction and Drug Policy Reform

  • w-facebook
  • Twitter Clean
  • w-googleplus
  • W-Pinterest

© 2023 by THE HOPE CENTER. Proudly created with Wix.com

bottom of page