top of page

Hugmyndafræði

 

Á hverjum tíma eru einstaklingar sem glíma við vímuefnavanda og hljóta af honum skaða. Skaðaminnkun er tileinkuð þeim sem eru ekki tilbúnir, geta ekki öðlast eða viðhaldið algeru bindindi. Hún leitast við að styðja allar jákvæðar breytingar á högum einstaklings sem minnka skaða og bæta lífsgæði hans. Skaðaminnkandi hugmyndafræði býður því uppá íhlutanir sem beinast að skaðlegum afleiðingum áhættuhegðunar án þess að taka afstöðu til þess hvort sú hegðun telst siðferðislega röng. Borið er kennsl á aðra valmöguleika en bindindi. Þessi valmöguleikar eru rannsakaðir og ef hægt er að sýna fram á gagnsemi þeirra þá njóta þeir viðurkenninga sem nýtileg íhlutun í málefninu. Íhlutanir er byggðar á þörfum einstaklinga sem nota vímuefni og leitast er við að draga úr hindrunum sem aftra því að þeir nýti sér þjónustuna sem þeir þarfnast með því að hafa þol fyrir vímuefnaneyslu og notast við notendavænar nálganir. Bindindi er ekki eina mikilvæga og ásættanlega markmiðið með skaðaminnkandi íhlutun. Í sumum tilfellum telst bindindi hvorki raunsær né ákjósanlegur kostur, einkum þegar litið er til skamms tíma.

 

 

  • w-facebook
  • Twitter Clean
  • w-googleplus
  • W-Pinterest

© 2023 by THE HOPE CENTER. Proudly created with Wix.com

bottom of page